Matarsóun

Samkvæmt WHO er þriðjungur þess matvæla sem eru framleidd í dag að fara beint í ruslið...

tilbaka

Matarsóun

Samkvæmt WHO er þriðjungur þess matvæla sem eru framleidd í dag að fara beint í ruslið. Umfram framleiðsla matar hefur neikvæð umhverfisáhrif og hér er einnig mikil sóun á fjármunum.

Því fæst töluverður samfélagslegur, umhverfislegur og fjárhagslegur ávinningur af því að minnka matarsóun. Þegar horft er á umfang rekstur mötuneyta sveitarfélagana þá mikilvægt að hafa yfirsýn yfir mötuneytin með tillti til gæði matar, fæðuöryggis, næringargildi máltíða, uppruna hráefna og matarsóunar.

Við teljum að það sé mjög mikilvægt að kenna börnum og ungmennum strax í upphafi mikilvægi þess að bera virðingu um fyrir umhverfinu og huga að hollu mataræði. Með því að auka sjálfbærni  matvæla og stytta dreifileiðir sem hefur bein umhverfisáhrif.

Leikskólabörn fá þrjár máltíðir daglega og starfa um 230 daga á ári, sem gera því um rétt tæp 13 milljónir matarskammta. Sveitarfélögin þjónusta grunnskóla um heitan mat í hádeginu og grunnskólarnir starfa 180 daga á hverju skólaári, sem gera því um 8.3 milljónir matarskammta. Samtals eru þetta því um 21 milljón matarskammta. Því er hægt að áætla að matarsóun í leik- og grunnskólum landsins sé um  6.3 milljónir matarskammta.

Hugsað fyrir

Alla

Markmið

Að draga úr matarsóun

Hafa samband