Embætti Landlæknis mælir með því að fiskur sé borðaður 2-3 svar í viku og að ein af fiskmáltíðunum sé feitur fiskur. Börn eru mjög duglega að borða lax og finnst hann yfirlett bestur þegar hann er úbúin á einfaldan máta. Við höfum oft boðið upp á þennan frábæra og einfaldarétt í leiks- og grunnskólum og óhætt að segja að hann slái alltaf í gegn, við mælum með að þið prufið. Það þarf þó að passa mjög vel að elda laxinn ekki of mikið þá verður hann þurr og minna lystugurr.
Þessi uppskrift er fyrir 4, næringarútreikningarnir miða við 150 gr. af lax og 100 gr. af kartölum á mann.
Lax uppskrift:
600 gr. lax eða silungur
100 gr. íslenskt ósaltað smjör
Safi í úr einni sítrónu
Rifinn sítrónubörkur
2 hvítlauksrif
Kartöflur uppskrift:
400 gr. íslenskt kartöflusmælki
Olífuolía
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Best er að byrja á að skera kartöflusmælkið í fernt, setja örlítila olífuolíuyfir kartöflurnar og salta og pipra eftir smekk. Kartöflurnar þurfa að bakast í um 20-30 mín, við 180 gráður á blæstri.
Marineringin á laxinn er súper einföld, smjörið ásamt sítrónusafa og hvítlauk er brætt í potti við meðalhita. Þegar smjörið erbráðið því penslað jafnt yfir laxinn. Laxabitarnir eru eldaðir við 180° í um 10-15mínútur, fer alveg eftir stærð og þykktinni á laxabitunum. Sítrónubörkurinn er settur yfir þegar laxinn er tilbúin.
Spergilkál er ótrúlega gott með lax, því ertilvalið að skera ferskt spergilkál í hæfilega bita og baka með laxinum. Alls ekki henda stiklinum af spergilkálinu, það er gott að nota hann í súpu.