Baráttan við matarsóun er hafin. Í vikunni 27. til 30. október þá voru starfsmenn Máltíðar að skoða og mæla matarsóun í grunnskóla.
Nemendur í skólanum eru 350.
Kostnaður matarsóunar voru rúmar 70 þúsund kr. fyrir vikuna.
Við gátum mælt 4 daga þar sem að það var vetrarfrí á mánudeginum. Við mældum allt rusl og skoðuðum hvað börnin eru að borða mest af og hverju þau eru að henda.
Jákvæð hvatning frá starfsfólki skólans hafði mikið að segja um þennan frábæra árangur nemenda.
Ef skólinn heldur áfram að huga vel að matarsóun í skólanum þá er hægt að áætla að matarsóunin kosti skólann um 3.1 milljón á hverju skólaári miðað við 17% matarsóun. Við höldum áfram með verkefnið þegar fjöldatakmarkanir verða rýmri.