Í dag vorum við með kjúklinga taco með mangó salsa og það er óhætt að segja að þessi réttir sé einn sá vinsælasti hjá börnunum. Því fannst okkur alveg tilvalið að deila uppskriftinni með ykkur.
Við veljum að vera með taco skálar, það er auðvelt fyrir börnin að setja sjálf í þær og skálarnar brotna síður en skeljarnar.
Kjúklingur:
600 gr. úrbeinuð kjúklingalæri
Salt og pipar eftir smekk
Olífuolía
Kjúklingurinn er eldaður við 200° í 20 mínútúr
Salsa:
1 þroskaður mangó
1 þroskuð lárpera
1 tómatur
10 gr. af söxuðum kóríander
Skera þetta allt í jafna bita
Svo er gott að bera fram nachos með réttinum... ekki verra að hita nachos-ið aðeins í ofni og setja ost og sýrðan rjóma yfir.