Ítalskar kjötbollur

Það er fátt betra en ítalskar kjötbollur og það er alveg tilvalið að stækka uppskriftina og nota í nesti næsta dag.

Uppskrift af kjötbollum

500 gr. nautahakk
1 shallot laukur, passa að skera smátt
3 hvítlauksgeirar
1 tsk af rifnum engifer ( má sleppa eða nota meira )
1/3 bolli af rifnum parmesan
fersk basilika eftir smekk
2 msk af brauðraspi
1 egg
1/4 bolli mjólk, má bæta við ef þess þarf
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð

Setjið nautahakk í skál og og blandið saman öllum hráefnunum, það verður að passa að hræra ekki of mikið í hakkinu þá verður það eins og kjötfars. Ef blandan er of þykk þá má bæta örlítill mjólk saman eða – og ef blandan er of þunn þá er hægt að bæta rauðraspi saman við.

Hitið ofnin í  200° og passið að ofninn sé vel heitur. Það er mikilvægt að hafa stærðina á bollnum svipaða til að þær eldist jafnt. Mér finns tgott að hafa kjötbollurnar 30 gr. þá er eldunartíminn stuttur og þær verðasíður þurrar. Setjið á smjörpappir og bakið í 10-15 mínútur, fer eftir stærð á bollum.

Uppskrift af sósu:


1 dós af tómötum
1 msk af tómat púrre
2 hvitlauksgeirar
Þurrkað oregano
Olífuolía
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð

Byrja á því að pönnuna með olífuolíu, þegar olían er orðin heit þá að setja hvítlaukin (passa að brenna hann ekki, þá verður hann svo rammur). Því næst tómatana, tómatpurre og þurrkaða oreganó-i. Þetta er látið sjóða í 5 mínútur og þá er hægt að bæta við salt og pipar.

Að lokum eru kjötbollurnar settar útí sósuna. Gott að bera frammeð spaghetti og parmsesanosti.

Fleiri greinar

4
.
Nóvember
,
2020

Matarsóun í Fossvogsskóla

Baráttan við matarsóun er hafin. Í vikunni 27. til 30. október þá voru starfsmenn Máltíðar að skoða og mæla matarsóun í grunnskóla...
9
.
Desember
,
2020

Chili Con Carne sem börnin elska

Börn og unglingar er ótrúlega duglegað borða hakkrétti og Chili Con Carne er í hópi þeirra vinsælustu