Chili Con Carne sem börnin elska

Chili Con Carne sem börnin elska

Börn og unglingar er ótrúlega duglegað borða hakkrétti og Chili Con Carne er í hópi þeirra vinsælustu. Við höfum alla okkar rétti barnvæna, en það má auðvitað bæta cayennepipar eða jafnvel ferskum chilli í réttinn- eða einfaldlega hafa til hliðar. Uppskriftin er virkilega einföld og um að gera að leyfa börnunum að taka þátt í að elda.

Uppskrift fyrir 4:

500 gr. nautahakk

Olífuolía steikingar

1 dós niðursoðnir tómatar

2 hvítlauksrif

2 rauðar paprikur

1 tsk. cumin

1 tsk. kanill

1 tsk. paprikuduft

1 tsk. cayennepipar

2 msk. nautakraftur

1 msk. tómatpurre

Salt og pipar eftir smekk

1 dósaf nýrnabaunum

Ferskur kóriander eftir smekk, smá sleppa eða nota steinselju

Aðferð:

Steikið nautahakkið upp úr olífuolíu ásamt salt og pipar, svo er niðursoðnum tómötum og tómatpurre bætt útí hakkið og soðið íca. 10 mín. Bætið svo öðrum hráefnum við nema baunum og sjóðið í 20 mín. Í lokin eru baunirnar og kóríander sett útí, börn eru oft ekki hrifin af kóríander því má sleppa að bæta honum við í réttinn, ásamt auka cayennepipar eða ferskum chilli fyrir þá sem vilja hafa réttinn sterkari.

Okkar reynsla að það er best að bera Chili Con Carne fram með brúnum basmati hrísgrjónum, sýrðum rjóma og nachos.

Næringargildi MÁLTÍÐAR með hrísgrjónum:

Einfalt, hollt og ótrúlega gott

Fleiri greinar

17
.
Desember
,
2020

Ítalskar kjötbollur

Það er fátt betra en ítalskar kjötbollur og það er alveg tilvalið að stækka uppskriftina og nota í nesti næsta dag.
4
.
Nóvember
,
2020

Áætlar að 1,5 milljarða virði af skólamat sé hent

„Markmiðið er að rannsaka hvað börn eru að borða og hvaðan maturinn þeirra kemur og hversu mikil matarsóun er í skólamötuneytum landsins,“