Áætlar að 1,5 milljarða virði af skólamat sé hent

Áætlar að 1,5 milljarða virði af skólamat sé hent

„Markmiðið er að rannsaka hvað börn eru að borða og hvaðan maturinn þeirra kemur og hversu mikil matarsóun er í skólamötuneytum landsins,“ segir Herborg Svana Hjelm, forsvarsmaður Máltíðar, sem er í ein af tíu stigahæstu hugmyndunum sem bárust í frumkvöðlakeppnina Gulleggsins í ár. Alls bárust um 400 hugmyndir.

Út frá tölum Hagstofunnar um fjölda grunn- og leikskólabarna áætlar Máltíð að leikskólabörn landsins fái á ári hverju samtals tæpar þrettán milljónir matarskammta og grunnskólabörn 8,3 milljónir matarskammta í hádegismat eða samtals 21 milljón matarskammta á ári. Gera megi ráð fyrir að um sex milljónir skammtanna endi í ruslinu.

„Verkefnið tekur á fjórum mikilvægum þáttum, það er lýðheilsu barna, umhverfisþáttum, matarsóun og greina hversu mikið hráefni í skólunum er íslenskt. Þetta er svona stóra myndin af vekefninu,“ segir Herborg.

Sjá nánar á þessari vefslóð.

Fleiri greinar

9
.
Desember
,
2020

Chili Con Carne sem börnin elska

Börn og unglingar er ótrúlega duglegað borða hakkrétti og Chili Con Carne er í hópi þeirra vinsælustu
13
.
Desember
,
2020

Sítrónulax með ofnbökuðu kartöflusmælki og spergilkáli

Embætti Landlæknis mælir með því að fiskur sé borðaður 2-3 svar í viku og að ein af fiskmáltíðunum sé feitur fiskur