„Markmiðið er að rannsaka hvað börn eru að borða og hvaðan maturinn þeirra kemur og hversu mikil matarsóun er í skólamötuneytum landsins,“ segir Herborg Svana Hjelm, forsvarsmaður Máltíðar, sem er í ein af tíu stigahæstu hugmyndunum sem bárust í frumkvöðlakeppnina Gulleggsins í ár. Alls bárust um 400 hugmyndir.
Út frá tölum Hagstofunnar um fjölda grunn- og leikskólabarna áætlar Máltíð að leikskólabörn landsins fái á ári hverju samtals tæpar þrettán milljónir matarskammta og grunnskólabörn 8,3 milljónir matarskammta í hádegismat eða samtals 21 milljón matarskammta á ári. Gera megi ráð fyrir að um sex milljónir skammtanna endi í ruslinu.
„Verkefnið tekur á fjórum mikilvægum þáttum, það er lýðheilsu barna, umhverfisþáttum, matarsóun og greina hversu mikið hráefni í skólunum er íslenskt. Þetta er svona stóra myndin af vekefninu,“ segir Herborg.
Sjá nánar á þessari vefslóð.