VAL RÉTTA Á MATSEÐIL SKIPTIR LYKILMÁLI
Einn af meginþáttum í minnkun matarsóunar er að geta gert áætlanir sem ganga upp. Áskrift í mat er ein þeirra leiða.
Með því að gera matseðla fyrir sex vikur í senn tryggjum við að þeir sem borða matinn okkar fái sem mesta fjölbreytni.
Með áskriftarpöntunum vitum við mjög nákvæmlega hversu marga skammta við þurfum að hafa - með frávikum.
Afhending skiptir sköpum. Með góðu, heilnæmu hréfni og fallegum matardiski er minna leift og ánægjan er meiri.
Matarsóun er einfaldlega mæld. Við mælum leifarnar og skráum niður. Í kjölfarið greinum við orsakir og finnum leiðir.
Með mælingumm og greiningum sjáum við ástæður matarsóunar og getum brugðist við með hönnun nýrra rétta.
Við leggjum áherslu á minnkun matarsóunar, fjölbreyttari og hollari fæðu sem neytendur eru ánægðari með. Við reiknum út næringargildi og höfum matarskammta í réttri stærð.
Við sjáum um eldhúsið skv. ströngustu gæðakröfum heilbrigðisyfirvalda. Hreinlæti er skilyrði. Í eldhúsinu þarf að vera ákveðinn búnaður og tæki ásamt innkaupaferli sem byggt er á matseðlum og uppskriftum.
Við gerum með okkur samning sem felur í sér umsjón mötuneytis, hönnun matseðla, næringarútreikninga, gerð uppskrifta, framleiðslu og framreiðslu. Sérstakt eftirlit varðandi matarsóun.
Eftirfylgni felst í endurskoðun og hönnun matseðla, könnun á ánægju viðskiptavina og úrbóta vegna ábendinga frá viðskiptavinum. Lagt er upp úr að leysa vandamálin með nýjum leiðum sem auka gæði.