Við leggjum áherslu á minnkun matarsóunar, fjölbreyttari og hollari fæðu sem neytendur eru ánægðari með. Við reiknum út næringargildi og höfum matarskammta í réttri stærð.
skoða beturVið bjóðum upp á reynsluríkt vinnuafl sem kann til verka í eldhúsi. Með þekkingu og reynslu náum við að veita snögga og örugga þjónustu þegar á þarf að halda.
skoða beturVið leggjum upp úr næringarinnihaldi, mælum með sex vikna rúllandi matseðli þar sem kjarninn í innihaldi réttanna er unnið úr íslensku hráefni. Veldu rétt á matseðilinn.
skoða beturÞað sem skiptir öllu máli er að hollustan sé í fyrirrúmi að bragðið sé gott og skammturinn sé nægilega stór.
Við útreikning næringargildis matvæla er mikilvægt að raða saman hráefni sem gefur í heildina nóg af öllum næringarefnum sem einstaklingurinn þarf. Með því að blanda saman hæfilegu magni af grænmeti, próteini og fitu - og setja það í fallegan búning og með góðu bragði er markmiðinu náð.
lesa meiraVið leggjum áherslu á minnkun matarsóunar, fjölbreyttari og hollari fæðu sem neytendur eru ánægðari með. Við reiknum út næringargildi og höfum matarskammta í réttri stærð.
Við sjáum um eldhúsið skv. ströngustu gæðakröfum heilbrigðisyfirvalda. Hreinlæti er skilyrði. Í eldhúsinu þarf að vera ákveðinn búnaður og tæki ásamt innkaupaferli sem byggt er á matseðlum og uppskriftum.
Við gerum með okkur samning sem felur í sér umsjón mötuneytis, hönnun matseðla, næringarútreikninga, gerð uppskrifta, framleiðslu og framreiðslu. Sérstakt eftirlit varðandi matarsóun.
Eftirfylgni felst í endurskoðun og hönnun matseðla, könnun á ánægju viðskiptavina og úrbóta vegna ábendinga frá viðskiptavinum. Lagt er upp úr að leysa vandamálin með nýjum leiðum sem auka gæði.